We’ve updated our Terms of Use to reflect our new entity name and address. You can review the changes here.
We’ve updated our Terms of Use. You can review the changes here.

Draumar hverfa skj​ó​tt

by Á geigsgötum

supported by
/
  • Streaming + Download

    Includes unlimited streaming via the free Bandcamp app, plus high-quality download in MP3, FLAC and more.
    Purchasable with gift card

      $9.99 USD  or more

     

  • Record/Vinyl + Digital Album

    Á geigsgötum - Draumar hverfa skjótt 180 gr. black vinyl, hand numbered and with download code. Limited to 200 copies pressed in 2022. With this purchase you are nourishing our little DIY record label and are making further releases possible!

    If you are in Iceland it is possible to pick up the album in Akureyri free of charge, just note it in the address when you check out and send us a message. If you want domestic shipments there will be a charge when the shipment arrives. International shipments also available.

    Includes unlimited streaming of Draumar hverfa skjótt via the free Bandcamp app, plus high-quality download in MP3, FLAC and more.
    ships out within 7 days
    Purchasable with gift card

      $30 USD or more 

     

1.
Í nótt 03:09
í kvöld kallar rökkrið svo hátt að morgundagurinn fölnar niður í hvíta fönn og í nótt mun ég vagga í seinasta sinn meðan öldugangurinn hvíslar að mér hljóðlega þú mátt ekki kæri minn því í nótt mun ég vagga í seinasta sinn meðan öldugangurinn hvíslar að mér hljóðlega þú munt aldrei finna frið en þó að hugarheimur minn geti rúmað allt sem ég vil kýs ég frekar að gefast upp því í nótt mun ég vagga í seinasta sinn meðan öldugangurinn hvíslar að mér hljóðlega sofðu vinur sofðu rótt
2.
svífa um hugsanir þungar er snjórinn jörðina þekur gref mína gröf með köldum höndum gref mína gröf með kölnum höndum en niðri í fjöru brotna öldur sem berjast við klakann gref mína gröf með kölnum höndum gref mína gröf með köldum höndum en uppi á himni berst máninn við svartnættið gref mína gröf með kölnum höndum gref mína gröf með köldum höndum gref mína gröf með kölnum höndum
3.
hátt á himni skín ljós svo skært að heimurinn virðist tær en niðri við hafið bíður þín tóm svo djúpt að allt mun fölna í sæ og sólin sekkur í síðasta sinn og sólin sekkur í síðasta sinn á jaðri heimsins berst veik von en bálið nánast kafnað undir fannfergi og sólin sekkur í síðasta sinn sólin sekkur í síðasta sinn og sólin sekkur í síðasta sinn
4.
Algleymi 03:19
hugurinn brennur af hræðslu og sorg horfið ljósbrot og samastaður hrunin og hrörleg skjaldborg sem hylur sjónir [blindaður] dreg andann dofinn blundandi draumórar nánast kvaddir hlusta á heimsins raddir hvísla ofur hljótt forðaðu þér fljótt ræ hærra og hærra og svo aldrei meir
5.
Rýkur úr 04:49
rýkur úr rústum upp á rauðbláan himinn og bálið brennur uns fjarar út uppþot og óeirðir dynja yfir heimurinn reikar og dettur svo út rýkur úr rústum upp á rauðbláan himinn er morgunstjarnan skín sem hæst á svarthvítum hesti ríður hann yfir lyklinum er kastað og kistlinum er læst
6.
í vafurlogaglóð virðist myrkrið svo tært að vitið sofnar og sefur svo vært horfðu í eldinn og sjáðu hans mátt hann stígur og eflist en deyr þó kannski í sátt? sjáðu hans lymsku og slíttu þig frá snöggur því kösturinn lætur þig sjá sem væri hann spegill að sálnanna gjá horfðu í eldinn og sjáðu hans mátt hann stígur og eflist en deyr þó kannski í sátt?
7.
Draumadöf 04:09
með freðna jörð undir fótum festist þú með hugann fullan af rótum þornar þú en eina óskin er að sofa rótt því draumarnir hverfa skjótt meðan sólin lækkar flugið dofnar þú meðan myrkrið sortnar smækkar þú en eina óskin er að sofa rótt því draumarnir hverfa skjótt
8.
Horfinn 03:44
við hvert brigðult fótatak heyrast raddir sem bergmála í huga mér undan þrúgandi hjartslætti vakna neistar sem blika um stund í augum mér horfinn í eigin hugarheim þar sem engin sér hvað ég er hver ég er hvað ég er innan veggja dvelur sá sem varpar skugga á allt sem áður komið er úti í lífsins ólgusjó standa klettar sem brjóta allt sem nálægt fer horfinn í eigin hugarheim þar sem engin sér hver ég er hvað ég er hver ég er
9.
Djúp 03:30
í hugartómi hrjúfra sig bældar hugmyndir sem aldrei fengu frið í hyldýpum hugans leynast grafir sem hylja fræin sem aldrei fengu grið í hugardjúpi blundar lítið barn sem berst um í hljóði eitt og einmana
10.
Straumhvörf 04:49
streymir þú stöðugur svo tær og hýr læðist þú Niður fjallið horfinn áfram frá mér sem enginn sér leiðirnar liggja allar út frá þér en hvað varð um drenginn sem kraup þér við hlið hlustaði á nið teygaði á þínum straumum veistu það?

about

Recorded 2015-2020.

credits

released October 24, 2020

Gefið út af MBS
MBS#015

Upptökur: Hreggviður Huldu og Harðarson og Þorsteinn Kári Guðmundsson

Hljóðblöndun: Þorsteinn Kári Guðmundsson

Hönnun plötukápu: Stefán Bessason

license

all rights reserved

tags

about

Á geigsgötum Akureyri, Iceland

Á Geigsgötum is an experimental dark folk project, founded in Akureyri, Iceland. The music is cold and inspired by the short days and melancholy, driven by uncertainty, doubt and misconceptions and the lyrics fluctuate between nihilistic tendencies and emotional meaning. 

... more

contact / help

Contact Á geigsgötum

Streaming and
Download help

Redeem code

Report this album or account

If you like Á geigsgötum, you may also like: